Samráðsgátt stjórnvalda opnuð

06.02.2018

Samráðsgátt stjórnvalda opnuð

Búið er að opna á Ísland.is samráðsgátt stjórnvalda samradsgatt.island.is. Markmið hennar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku hins opinbera. Öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingu og jafnframt er mögulegt að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga, hvort heldur er eftir málefnasviði, stofnun eða tilteknu máli. Sjá frétt forsætisráðuneytis


Til baka