Hjúskaparstöðuvottorð (Giftir einstaklingar skulu panta hjónavígsluvottorð, C-113)

Umsókn

C-116

Hjúskaparstöðuvottorð (Giftir einstaklingar skulu panta hjónavígsluvottorð, C-113) :

Vottorð um núverandi hjúskaparstöðu, t.d. ógift/ur, skilin/n að borði og sæng, lögskilin/n, ekkja/ekkill eða að hjúskaparstaða er óupplýst. Athugið að vottorðið inniheldur einungis upplýsingar um núverandi hjúskaparstöðu ásamt dagsetningu síðustu breytingar. Upplýsingar um fyrrverandi maka, látna maka eða aðrar breytingar á hjúskaparstöðu koma ekki fram. Ef þörf er á upplýsingum um fyrri maka eða breytingar á hjúskaparstöðu þá þarf að panta hjúskaparsöguvottorð.

2.550 kr
 • Allt að 2 virkir dagar. Sjá nánar hér að neðan.

 • Pósthólf á Ísland.is, bréfpóstur eða sótt í afgreiðslu/þjónustuver.

 • Þjóðskrá Íslands hefur hafið framleiðslu á rafrænum vottorðum sem birtast í pósthólfi einstaklinga á Ísland.is. Rafræn vottorð eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð.  Pantanir þeirra sem nýta sér rafrænu vottorðin munu ganga fyrir öðrum pöntunum. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér þennan örugga og skilvirka möguleika sem birting rafrænna vottorða í pósthólfi Ísland.is er. Rafrænu vottorðin eru með rafrænni undirritun frá Þjóðskrá Íslands sem er mjög örugg og rekjanleg. 
  Í framhaldi af þessu mun stofnunin hætta að senda afrit af vottorðum með tölvupósti. Til að byrja með mun nýjungin ná til fæðingar- og hjúskaparstöðuvottorða og er markmiðið að í lok árs 2018 verði öll vottorð úr þjóðskrá afhent með rafrænum hætti í pósthólfi  Ísland.is.
  Auðvelt er fyrir viðskiptavini að senda rafræna vottorðið áfram til annarra aðila og stofnana sem hugsanlega þurfa á vottorðinu að halda, t.d. fæðingarorlofssjóðs, sýslumanna og fleiri, og hafa helstu hagsmunaaðilar verið upplýstir um rafrænu vottorðin og gildi þeirra.
  Í langflestum tilfellum verður rafræna vottorðið aðgengilegt í pósthólfi vottorðshafans sjálfs á Ísland.is, undantekningin á þessu er þegar foreldri eða forráðamaður pantar fæðingarvottorð barns síns en þá verður vottorðið aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar vottorðið. 
  ATHUGIÐ! Þar sem byrjað verður að nýta nýja afhendingarmátann fyrir fæðingar- og hjúskaparstöðuvottorð þá verður tölvupóstur ennþá notaður sem rafrænn afhendingarmáti annarra vottorða enn um sinn. Sé fæðingar-eða hjúskaparstöðuvottorð pantað ásamt annarri tegund vottorðs þá mun rafrænn afhendingarmáti þeirrar pöntunar vera tölvupóstur.
Hjúskaparstöðuvottorð (Giftir einstaklingar skulu panta hjónavígsluvottorð, C-113)

Halda áfram, innskráning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum