Flutningur - frá Norðurlöndum til Íslands

Umsókn

A-257

Flutningur - frá Norðurlöndum til Íslands :

Tilkynning um flutning frá Norðurlöndum til Íslands

Gjaldfrjálst
 • Flutning frá Norðurlöndunum til Íslands þarf að tilkynna í eigin persónu í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða á skrifstofum lögregluembætta landsins innan sjö daga. Séu börn meðal þeirra sem flytja þurfa þau einnig að vera viðstödd. Framvísa þarf löggildum persónuskilríkjum hvers og eins (vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini). Vinsamlega athugið: við skráningu lögheimilis á Íslandi fellur jafnframt niður lögheimilisskráning í því Norðurlandi sem flust er frá.
  Eyðublaðið gildir fyrir ríkisborgara Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sem flytja lögheimilisflutningum til Íslands frá öðru Norðurlandi (þ.m.t. Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi). Eyðublaðið gildir bæði sem lögheimilisskráning og umsókn um kennitölu ef við á. Ef áætluð dvöl Norðurlandabúa er skemmri en sex mánuðir er ekki skylda að skrá lögheimili á Íslandi. Þurfi Norðurlandabúi einungis á kennitölu að halda getur íslenskur lögaðili sótt um rafrænt fyrir þeirra hönd á eyðublaði A-263.
  Leiðbeiningar er varða flutning barna
  Ef forsjá barns/barna er sameiginleg gildir eftirfarandi: Þegar foreldri flytur með barn/börn til Íslands en hitt foreldrið er búsett í landinu sem flutt er frá þarf undirskrift eða skriflegt samþykki þess foreldris sem ekki flytur að liggja fyrir. Ef barn/börn flytja frá einu forsjárforeldri til annars þarf að tilkynna flutning hjá sýslumanni.
  Börn, 18 ára og eldri, sem flytja með foreldrum sínum þurfa sjálf að tilkynna flutning.

   

  Lagaheimild skráningar


Flutningur - frá Norðurlöndum til Íslands

Sækja eyðublað

*Síða opnast í nýjum flipa